Hvalárvirkjun

Spurningar og svör

Þessi síða inniheldur ýmsar spurningar og svör við þeim. Vinsamlegast smelltu á spurningu til að sýna svarið.


Já. Með virkjuninni mun raforkuöryggi á Vestfjörðum styrkjast þar sem nýr afhendingarstaður raforku er fyrirhugaður í Ísafjarðardjúpi. Tenging hans til Kollafjarðar við meginflutningskerfi raforku á landinu verður fyrsti áfangi hringtengingar Vestfjarða.

Vestfirðir eru í dag tengdir með einni línu frá Hrútatungu að Mjólkárvirkjun um 162 km leið en Mjólkárvirkjun annar aðeins um 35-40% af raforkuþörf Vestfirðinga. Þessi langa tenging kemur niður á raforkuöryggi Vestfirðinga þar sem bilanir á henni eru tíðar á vetrum.

Fyrirhugað er að Hvalárvirkjun verði tengd með jarðstreng yfir Ófeigsfjarðarheiði að nýjum afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi. Frá nýjum afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi verður lögð lína eða strengur að Mjólkárlínu 1 í Kollafirði, sem telst til meginflutningskerfisins í dag. Tengingin í Kollafirði er einungis 40 km frá Mjólkárvirkjun. Línan eða strengurinn mun liggja frá tengivirki í Ísafjarðardjúpi með ríkjandi vindátt að vetri til og verður því fyrir mun minni veðurfarslegum áhrifum í rekstri en línan úr Hrútatungu í Kollafjörð.

Hvalárvirkjun mun því þegar auka raforkuöryggi til muna þar sem hún mun geta mætt orkuþörf Vestfjarða þegar bilanir verða austan Kollafjarðar (á 120 km línu). Þegar hringtengingu Vestfjarða lýkur með línum frá nýjum afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi verður hægt að flytja orku frá virkjuninni í báðar áttir, þ.e. um Kollafjörð eða út Ísafjarðardjúp.

Virkjunin mun hafa mikil áhrif á tækifæri til uppbyggingar atvinnulífs þar sem nægjanlegt raforkuframboð verður innan fjórðungsins, en í dag er takmörkuð framleiðsla og takmörkuð flutningsgeta þröskuldur fyrir atvinnuþróun á Vestfjörðum. Vestfirðingar standa þá jafnfætis öðrum landsvæðum þegar kemur að því að laða fyrirtæki þangað til atvinnuuppbyggingar innan fjórðungsins. Þá mun aukið raforkuöryggi treysta samkeppnisgrundvöll starfandi fyrirtækja á svæðinu sem verða síður fyrir raforkuskerðingum og neikvæðum rekstraráhrifum vegna raforkutruflana og bilana. Truflanir og skerðingar í núverandi kerfi valda verulegum samfélagslegum kostnaði á ári hverju.

Já, VesturVerk hyggst endurbæta núverandi veg frá Norðurfirði að Hvalárósi. Fyrir liggja drög að samkomulagi við Vegagerðina þar um. Línuvegur verður lagður samhliða jarðstreng milli Ófeigsfjarðar og Ísafjarðardjúps um Ófeigsfjarðarheiði. Með honum skapast möguleikar til samgöngubóta við Árneshrepp sem geta haft jákvæð áhrif, jafnt á nærsamfélagið sem Vestfirði í heild.

Virkjunaráformin eru nánast þau sömu og þau var 2007 þegar vatnsréttarsamningar voru gerðir við landeigendur. Aðkoma HS Orku hefur engu breytt í þeim efnum. Allar breytingar sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi virkjunarinnar eru til þess fallnar að minnka umhverfisáhrif hennar. Opinn frárennslisskurður sem fyrirhugaður var við hlið Hvalárfoss hefur verið fjarlægður með því að færa til og lengja frárennslisgöngin neðar í ósinn. Frá 2007 hafa engar breytingar verið gerðar á fyrirkomulagi virkjunarinnar til þess að afla meira vatns til raforkuframleiðslu. Vélarnar eru fyrst og fremst stækkaðar frá upphaflegum áætlunum með það fyrir augum að nýta virkjuninasem toppaflstöð -sem þýðir að þá ræður hún betur við stóra álagstoppa.

Vegurinn verður eins og virkjunarvegir eru almennt hannaðir þ.e. 4 m einbreiður vegur með útskotum til að mætast. Að svo stöddu er ekki hægt að segja til um hvort vegurinn verður fær allan ársins hring. Líklegt er að andstæð sjónarmið verði uppi um veginn, þ.e. að annars vegar að leggja hann vel í landið þannig að hann verði ekki mjög sýnilegur og hins vegar að hafa hann uppbyggðan og sem snjóléttastan. Ákvarðanir um þessi atriði og hönnun vegarins að öðru leyti verða teknar á síðari stigum.

Það verður ekki lögð háspennulína (loftlína) yfir Ófeigsfjarðarheiði. VesturVerk hefur óskað eftir því að lagður verði jarðstrengur yfir Ófeigsfjarðarheiði. Fyrir því liggja tvær meginástæður; annars vegar umhverfissjónarmið og hinsvegar rekstrarleg sjónarmið. Loftlína er líklegri til að valda miklum truflunum á rekstri Hvalárvirkjunar þar sem leiðin liggur um eitt veðurfarslega erfiðasta svæði landsins. VesturVerk leggur ennfremur ríka áherslu á umhverfissjónarmið og vill því hafa tengingu virkjunarinnar sem minnst sýnilega á heiðinni. Ráðgert er að strengurinn verði lagður með veginum yfir heiðina.

Það er með raforkuna eins og vatnið - hún leitast við að fara stystu og auðveldustu leið í gegnum kerfið. Því styttri sem flutningsleiðin er því minni orka tapast á leiðinni. Orka sem framleidd er á Vestfjörðum nýtist á Vestfjörðum, sé þörf fyrir hana þar.

Orkan frá virkjuninni er hugsuð fyrir almennan markað og mun m.a. nýtast á Vestfjörðum til að mæta fyrirsjáanlegri aukinni almennri raforkunotkun ásamt því að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu atvinnulífs í fjórðungnum. Í bígerð er mikil uppbygging í fiskeldi á Vestfjörðum og er áætlað að hundruð starfa muni skapast í greininni auk afleiddra starfa innan fárra ára. Orkan getur síðan einnig nýst annars staðar á landinu með tengingunni við meginflutningskerfi Landsnets.

Nei, hann mun ekki hverfa. Fram kemur í matsskýrslu Vesturverks að áin Rjúkandi sé um 12,4 km löng frá ármótunum við Hvalá upp að stíflunni sem reist verður við Vatnalautavatn á ármótum Syðri og Nyrðri Rjúkandi. Áin verður nær vatnslaus á kafla neðan stíflunnar en síðan vex jafnt og þétt í henni og verður rennsli orðið um 40% af náttúrulegu rennsli þegar komið er niður að 40 m háum fossi, Rjúkandifossi, sem er um 2 km frá ármótum við Hvalá. Með yfirfallsvatni verður rennslið hins vegar um 80% af núverandi rennsli en allt yfirfallsvatn frá Vatnalautamiðlun mun fara í ána Rjúkandi og um Rjúkandifoss og Hvalárfoss sem er neðan ármóta Hvalár og árinnar Rjúkandi. Vert er að hafa í huga að alla tíð hefur rennsli um þessa fossa verið mjög sveiflukennt, eftir árferði og árstíðum.

Vatnsréttindi Hvalár og Rjúkanda eru í eigu landeigenda í Ófeigsfirði. Vatnsréttindi Eyvindarfjarðarár skiptast til helminga milli landeigenda í Ófeigsfirði og landeigenda að Engjanesi í Eyvindarfirði. Andstæðingar virkjunarinnar hafa haldið því fram að VesturVerk hafi keypt vatnsréttindi jarðanna. Það er rangt enda er samkvæmt jarðalögum ekki hægt að skilja vatnsréttindi frá jörðum. VesturVerk hefur gert langtímanýtingarsamning um vatnsréttindin við landeigendur.

Já. VesturVerk hefur sótt um tengingu Hvalárvirkjunar við flutningskerfi Landsnets. Tenging virkjunarinnar verður alfarið á viðskiptalegum grunni og þar sem virkjunin er staðsett langt frá flutningskerfinu mun hún bera há tengigjöld eða svokallað kerfisframlag. Tengigjöld verða hvorki felld niður né koma opinberir styrkir til með að greiða fyrir tengingu virkjana á Vestfjörðum frekar en annars staðar.

Nei. Í samræmi við 12. gr. raforkulaga skal Landsnet krefjast greiðslu ef tenging nýrra virkjana eða stórnotenda við flutningskerfi veldur auknum tilkostnaði annarra notenda kerfisins. Með sama hætti skal taka tillit til þess ef tenging leiðir til hagkvæmari uppbyggingar eða nýtingar flutningskerfisins. Þetta þýðir í reynd að VesturVerk mun standa straum af kostnaði við tengingu Hvalárvirkjunar við flutningskerfi Landsnets í gegnum tengigjöld.

Það er ekki frá VesturVerki komið að tengja virkjunina til Kollafjarðar. VesturVerk hefur frá upphafi barist fyrir tengingu virkjunarinnar til Ísafjarðar. Hins vegar hefur fyrirtækið ekki ákvörðunarvald um það. Ákvörðun um hvernig virkjun er tengd meginflutningskerfinu er alfarið Landsnets að taka. Landsnet vinnur samkvæmt lögum og reglugerðum sem um fyrirtækið eru sett og leitar leiða til að tengja nýja notendur á sem hagkvæmastan hátt fyrir notendur. Líklega er tenging til Kollafjarðar hagkvæmasta leiðin til að tryggja Vestfirðingum og notendum öllum aukið raforkuöryggi og besti kosturinn til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu raforkukerfisins á Vestfjörðum. VesturVerk treystir Landsneti til að finna bestu lausnina í þessum efnum öllum til heilla.

Nei. Það segir sig sjálft að hringtenging innan Vestfjarða frá Kollafirði um Ísafjarðardjúp með tilkomu nýrrar orkuvinnslu tryggir raforkuöryggi Vestfjarða. Vestfirðir verða keyrðir í svokölluðum eyjarekstri verði rof á línunni frá Kollafirði að Hrútatungu. Verði rof innan hringsins er hægt að einangra og fæða orkunotendur úr annarri hvorri áttinni.

Til skoðunar og rannsóknar eru a.m.k. fimm virkjanir við Ísafjarðardjúp. Þær eru Austurgilsvirkjun, Sængurfossvirkjun, Skúfnavatnavirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun og Hest- og Skötufjarðarvirkjun. Þrjár síðastnefndu eru á borði VesturVerks. Vestfirðingar hafa sett á nýjar virkjanir á oddinn sem tengjast rakleiðis til Ísafjarðar og var það síðast gert á borgarafundi Vestfirðinga í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði 24. september 2017.l. Í ræðu sinni á fundinum vísaði Pétur Markan, þáverandi formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, til þess að VesturVerk og Orkubú Vestfjarða væru með til skoðunar nokkra virkjunarkosti við Ísafjarðardjúp. Hann nefndi einnig að þær virkjanir myndu með tengigjöldum sínum greiða fyrir tenginguna frá nýjum afhendingarstað raforku við Djúp til Ísafjarðar.

  • Vatni verður veitt frá Hvalárvirkjun í gegnum jarðgöng í stað umfangsmikils og opins fráveituskurðar, sem upprunalega stóð til að útbúa við hlið Hvalárfoss.
  • Rennsli í árfarvegum og fossum verður hægt að stýra þannig að vatnsföll njóti sín sem best.
  • Dagverðardalsstífla verður lækkuð um fimm metra – verður átta metrar að hæð
  • Hvalárstífla verður lækkuð um fimm metra – verður 28 metrar að hæð
  • Eyvindarfjarðarstífla verður lækkuð um fimm metra – verður 14 metrar að hæð.
  • Efnismagn í stíflum minnkar um 20% og þar með minnkar efnistaka úr námum að sama skapi.
  • Með lækkun inntakslóns virkjunarinnar fer 10% minna af landi undir vatn en upphaflega stóð til.

Til að geta hafið framkvæmdir við sjálfa Hvalárvirkjun þarf þriggja fasa rafmagn norður í Ófeigsfjörð sem ekki er fyrir hendi í dag. Viðræður standa nú yfir milli VesturVerks og Orkubús Vestfjarða um lagningu þriggja fasa rafmagnslínu/strengs frá Steingrímsfirði í Ófeigsfjörð til að unnt verði að flytja það rafmagn sem þarf. Tekjur af rafmagnsflutningi munu standa undir hluta þess kostnaðar sem lagning línunnar/strengsins skapar. Ljósleiðari verður lagður samhliða og þar með munu íbúar Árneshrepps verða tengdir bæði þriggja fasa rafmagni og ljósleiðara. Með lagningu línu og jarðstrengs yfir Ófeigsfjarðarheiði frá Hvalárvirkjun verður síðan til hringtenging rafmagns og ljósleiðara í Árneshreppi, og verður sveitarfélagið þá í fremstu röð á landsvísu í þeim efnum.