VesturVerk flutt í eigið húsnæði

28/01/2019
Deila

VesturVerk hefur nú tekið til starfa í eigin húsnæði að Hafnarstræti 9-13 á Ísafirði - efstu hæð. Húsnæðið var áður í eigu hjónanna Kristjáns G. Jóhannssonar og Ingu S. Ólafsdóttur, sem ráku þar Skrifstofuhótelið um langt skeið. Húsnæðið er afar vandað og rúmgott og býður upp á fjölgun starfsfólks þegar fram líða stundir.

VesturVerk var áður til húsa í Vestrahúsinu svokallaða við Suðurgötu þar sem fyrirtækið leigði skrifstofur í fjögur ár. Fjöldi stofnana er þar til húsa og var sambýlið einkar gott.

Í Neistahúsinu eru einnig til húsa Héraðsdómur Vestfjarða, Gildi lífeyrissjóður, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Endurskoðun Vestfjarða ásamt versluninni Nettó, Póstinum, ferðaskrifstofu og tælenskum veitingastöðum. VesturVerk hlakkar til samstarfsins við hina nýju nágranna sína.

VesturVerk er til húsa á efstu hæð Neistahússins við Hafnarstræti á Ísafirði.
VesturVerk er til húsa á efstu hæð Neistahússins við Hafnarstræti á Ísafirði.