Tengingar Hvalárvirkjunar undirbúnar

5/06/2024
Deila

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Ásbjörn Blöndal, framkvæmdastjóri þróunar- og auðlindasviðs HS Orku og stjórnarformaður VesturVerks, skrifuðu í dag undir samkomulag vegna undirbúnings tengingar Hvalárvirkjunar við flutningskerfi Landsnets.

Samningur um tengingu virkjunarinnar við raforkukerfið liggur enn ekki fyrir en nokkrir möguleikar á tengingu við fyrirhugað nýtt tengivirki Landsnets í Ísafjarðardjúpi eru til skoðunar.

Hvalárvirkjun er í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar um nýtingu auðlinda landsins og hefur VesturVerk gert samning við landeigendur um nýtingu vatnsréttinda. Áætluð stærð Hvalárvirkjunar er um 55 MW í uppsettu afli með 5.818 klst. nýtingartíma á ári og orkugetu upp á 320 Gwh á ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árunum 2026-2028.

Við undirskriftina má sjá frá vinstri þau Svandísi Hlín Karlsdóttur og Guðmund Inga Ásmundsson hjá Landsneti ásamt Ásbirni Blöndal og Friðriki Friðrikssyni, sem sitja í stjórn VesturVerks og eru jafnframt framkvæmdastjórar hjá HS Orku.

Við undirskriftina má sjá frá vinstri Svandísi Hlín Karlsdóttur og Guðmund Inga Ásmundsson frá Landsneti ásamt Ásbirni Blöndal og Friðriki Friðrikssyni, sem sitja í stjórn VesturVerks og eru jafnframt framkvæmdastjórar hjá HS Orku.
Við undirskriftina má sjá frá vinstri Svandísi Hlín Karlsdóttur og Guðmund Inga Ásmundsson frá Landsneti ásamt Ásbirni Blöndal og Friðriki Friðrikssyni, sem sitja í stjórn VesturVerks og eru jafnframt framkvæmdastjórar hjá HS Orku.