Nú hafa allar skýrslur, sem tengjast Hvalárvirkjun eða öðrum verkefnum VesturVerks, verið gerðar aðgengilegri á einum stað hér á vefsíðu fyrirtæksins undir flipanum "Skýrslur" efst í hægra horni síðunnar. Er það gert til að auðvelda áhugasömum aðgengi að öllu því vandaða og faglega efni sem safnast hefur saman á liðnum árum - einkum í tengslum við Hvalárvirkjun.
Skýrslurnar spanna allt frá fornleifaathugunum í Árneshreppi frá árinu 2003 til matsskýrslunnar um umhverfisáhrif Hvalárvirkjunar, sem grundvallast í stórum dráttum á þeim skýrslum sem fyrir liggja. Einnig er að finna tvær skýrslur Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri frá því snemma árs 2018 þar sem lagt var mat á samfélagsáhrif Hvalárvirkjunar, annars vegar í Árneshreppi og hins vegar á Vestfjörðum.
Skýrslur tengdar verkefnum VesturVerks verða gerðar aðgengilegar jafnóðum og þær liggja fyrir.