Héraðsdómur Vestfjarða vísaði í dag frá dómsmáli hluta landeigenda Drangavíkur í Árneshreppi á Ströndum á hendur VesturVerki ehf. og Árneshreppi. Landeigendur höfðuðu mál gegn Vesturverki og Árneshreppi í lok sumars og kröfðust þess að framkvæmdaleyfi Vesturverks, fyrir framkvæmdum á Ófeigsfjarðarheiði vegna Hvalárvirkjunar, yrði fellt úr gildi sem og deiliskipulag vegna framkvæmdanna.
Starfsfólk VesturVerks óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla með ósk um farsælt og rafmagnað nýtt ár.
Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, birti í gær árlegan jólapistil sinn á vef Orkustofnunar. Pistillinn er í lengra lagi en þar kennir ýmissa grasa sem fróðlegt er að fara í gegnum fyrir áhugafólk um orkumál.
Guðni gerir loftslagsvanda heims fyrst að umtalsefni og segir það litlu skipta hversu mikið Íslendingar losa af kolefni: "Vandamál okkar vegna loftslagsbreytinga verða ekki minni ef árangur í samdrætti losunar næst ekki á heimsvísu. Möguleikar ríkja til þess að vinna að minnkun losunar og bindingar kolefnis eru ekki endilega mestir innan eigin landamæra. Þetta á svo sannarlega við um Ísland."
Vestfirskir sveitarstjórnarmenn fagna áformum um aukna raforkuframleiðslu á Vestfjörðum með sjálfbærri nýtingu vatns og vinds. Fyrirhuguð Hvalárvirkjun og fleiri vatnsaflskostir í fjórðungnum, ásamt áformum um vindorkugarð í Garpsdal, falla þar vel undir.
Ályktun þessa efnis um raforkumál var samþykkt á nýliðnu haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem fram fór í félagsheimilinu á Hólmavík dagana 25.-26. október s.l. Á haustþinginu var því einnig fagnað að nýr tengipunktur raforku í Ísafjarðardjúpi er kominn á framkvæmdaáætlun Landsnets.
Hvar er eðlilegast að virkja vatnsafl og geyma vatn í lónum til vetrarins?
Þannig spyr Þorbergur Steinn Leifsson, verkfræðingur, í nýlegri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook og birtir um leið áhugaverða yfirlitsmynd frá Nytjalandi um gróðurfar á Íslandi. Þorbergur starfar hjá Verkís og er yfirhönnuður Hvalárvirkjunar, en hann er einn fremsti hönnuður landsins á sviði vatnsaflsvirkjana.
Vegaframkvæmdum VesturVerks á Ófeigsfjarðarvegi í Árneshreppi vegna undirbúnings Hvalárvirkjunar er nú lokið að sinni og bíða frekari framkvæmdir þess að vori á ný. Vinnuvélar og tæki voru öll flutt af svæðinu í dag en síðustu daga hefur verið unnið að því að bera efni í einstaka kafla vegarins og ganga vel frá í kringum vegstæðið. Mikil vatnsveður hafa verið fyrir norðan undanfarnar vikur og var aurbleytan orðin verktökum erfið viðureignar.
Viðhald og lagfæringar á Ófeigsfjarðarvegi ganga samkvæmt áætlun og eru langt komnar á þeim hluta vegarins sem liggur um Ingólfsfjörð. Sótt hefur verið um leyfi til að sækja efni í opna námu innst í firðinum og verður efnið notað til að bera ofan í veginn. Beðið verður í nokkra daga með að hefja vinnu við veginn um land Seljaness, m.a. vegna andmæla minnihluta landeigenda. Fyrst verður unnið að vegabótum innst í Ófeigsfirði.
VesturVerk sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í vikunni til að upplýsa um stöðu verkefnisins og næstu skref:
Í þeirri miklu umræðu sem nú er um fyrirhugaða virkjun Hvalár í Ófeigsfirði er mikilvægt að staðreyndum sé haldið til haga og farið sé með rétt mál. Nýverið tók Vestfjarðastofa saman nokkrar staðreyndir um rafmagn á Vestfjörðum sem varpa ljósi á stöðu raforkumála í fjórðungnum. Ljóst er að aukin vinnsla raforku innan Vestfjarða er ein helsta forsenda þess að tryggja betur raforkuöryggi í landshlutanum og skapa grundvöll fyrir vöxt í atvinnulífi á Vestfjörðum.
Í kjölfar frétta mánudaginn 24. júní 2019 um kærur hluta landeigenda Drangavíkur vegna deiliskipulags Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum vill VesturVerk ehf koma eftirfarandi á framfæri:
Í þau 13 ár sem VesturVerk hefur haft Hvalárvirkjun í undirbúningi hafa engar vísbendingar borist um að landamerki í Ófeigsfirði séu með þeim hætti sem hluti af landeigendum Drangavíkur lýsa í kæru sinni. Sá liður kærunnar kemur því forsvarsmönnum VesturVerks í opna skjöldu og er ekki í samræmi við þau landamerkjabréf sem unnið hefur verið eftir.
Vegagerðin og VesturVerk ehf. hafa gert samkomulag sín á milli um að VesturVerk taki tímabundið við veghaldi Ófeigsfjarðarvegar í Árneshreppi. Samningur um veghaldið er liður í undirbúningi virkjunar Hvalár og gildir hann til fimm ára.