Fréttir

17/11/2024

Áfram er unnið að skipulagi undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar en nýleg ákvörðun Hæstaréttar í svokölluðu landamerkjamáli gæti seinkað framgangi verkefnisins um allt að ári.

20/10/2024

Sérstök óbyggðanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki sýnt fram á að land sunnan og austan Drangajökuls sé þjóðlenda. Þar með er ákveðinni óvissu eytt um eignarhald vatnsréttinda á virkjunarsvæði Hvalár.

26/08/2024

Um þrjátíu manns sátu íbúafund VesturVerks, sem haldinn var í félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík síðdegis. Á fundinum fór Ásbjörn Blöndal, stjórnarformaður VesturVerks, yfir stöðuna í undirbúningi Hvalárvirkjunar og fjallaði jafnframt um næstu skref í verkefninu. Gestir VesturVerks á fundinum voru fulltrúar Landsnets sem gerðu sömuleiðis grein fyrir undirbúningi fyrir tengingu virkjunarinnar við flutningskerfið.

16/08/2024

VesturVerk býður íbúum Árnshrepps til almenns íbúafundar um stöðuna í undirbúningi Hvalárvirkjunar. Fulltrúar Landsnet verða gestir VesturVerks á fundinum.

28/06/2024

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vestfjarða í landamerkjamáli sem höfðað var til að breyta landamerkjum milli jarðanna Engjaness og Drangavíkur í Árneshreppi. Kröfum stefnenda er hafnað.

5/06/2024

Landsnet og VesturVerk hafa skrifað undir samkomulag um undirbúning tengingar Hvalárvirkjunar við meginflutningskerfi Landsnets.

1/06/2024

Vefsíða VesturVerks hefur verið vakin úr dvala en fjögur ár eru liðin síðan efni var síðast uppfært á síðunni. Hélst það í hendur við að dregið var tímabundið úr starfsemi félagsins á vormánuðum 2020. Fréttir af framgangi verkefna munu nú birtast á síðunni á nýjan leik.

27/04/2020

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur annars vegar vísað frá og hins vegar hafnað kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis til VesturVerks vegna lagfæringa á Ófeigsfjarðarvegi í Árneshreppi. Nefndin kvað upp úrskurð sinn á föstudag. Kröfu hluta landeigenda jarðarinnar Seljaness var vísað frá þar sem þeir teljast ekki eiga lögvarða hagsmuni í málinu. Eigendur Eyrar í Ingólfsfirði eru taldir eiga hagsmuna að gæta en kröfu þeirra var þó hafnað.

26/03/2020

Landsréttur staðfesti í dag frávísun Héraðsdóms Vestfjarða á dómsmáli hluta landeigenda Drangavíkur á Ströndum á hendur VesturVerki ehf. og Árneshreppi.

22/01/2020

VesturVerk hefur í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit unnið vandað myndband sem sýnir hvernig Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum mun líta út til framtíðar. Þar má sjá að mannvirki tengd virkjuninni verða nær öll neðanjarðar, ef frá eru taldar stíflur efst á Ófeigsfjarðarheiði og aðliggjandi vegir.

1 2 3 4 5 6 7 Næsta