Áfram er unnið að skipulagi undirbúningsframkvæmda vegna Hvalárvirkjunar en nýleg ákvörðun Hæstaréttar í svokölluðu landamerkjamáli gæti seinkað framgangi verkefnisins um allt að ári.
Sérstök óbyggðanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki sýnt fram á að land sunnan og austan Drangajökuls sé þjóðlenda. Þar með er ákveðinni óvissu eytt um eignarhald vatnsréttinda á virkjunarsvæði Hvalár.
Um þrjátíu manns sátu íbúafund VesturVerks, sem haldinn var í félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík síðdegis. Á fundinum fór Ásbjörn Blöndal, stjórnarformaður VesturVerks, yfir stöðuna í undirbúningi Hvalárvirkjunar og fjallaði jafnframt um næstu skref í verkefninu. Gestir VesturVerks á fundinum voru fulltrúar Landsnets sem gerðu sömuleiðis grein fyrir undirbúningi fyrir tengingu virkjunarinnar við flutningskerfið.
VesturVerk býður íbúum Árnshrepps til almenns íbúafundar um stöðuna í undirbúningi Hvalárvirkjunar. Fulltrúar Landsnet verða gestir VesturVerks á fundinum.
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vestfjarða í landamerkjamáli sem höfðað var til að breyta landamerkjum milli jarðanna Engjaness og Drangavíkur í Árneshreppi. Kröfum stefnenda er hafnað.
Landsnet og VesturVerk hafa skrifað undir samkomulag um undirbúning tengingar Hvalárvirkjunar við meginflutningskerfi Landsnets.
Vefsíða VesturVerks hefur verið vakin úr dvala en fjögur ár eru liðin síðan efni var síðast uppfært á síðunni. Hélst það í hendur við að dregið var tímabundið úr starfsemi félagsins á vormánuðum 2020. Fréttir af framgangi verkefna munu nú birtast á síðunni á nýjan leik.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur annars vegar vísað frá og hins vegar hafnað kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis til VesturVerks vegna lagfæringa á Ófeigsfjarðarvegi í Árneshreppi. Nefndin kvað upp úrskurð sinn á föstudag. Kröfu hluta landeigenda jarðarinnar Seljaness var vísað frá þar sem þeir teljast ekki eiga lögvarða hagsmuni í málinu. Eigendur Eyrar í Ingólfsfirði eru taldir eiga hagsmuna að gæta en kröfu þeirra var þó hafnað.
Landsréttur staðfesti í dag frávísun Héraðsdóms Vestfjarða á dómsmáli hluta landeigenda Drangavíkur á Ströndum á hendur VesturVerki ehf. og Árneshreppi.
VesturVerk hefur í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit unnið vandað myndband sem sýnir hvernig Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum mun líta út til framtíðar. Þar má sjá að mannvirki tengd virkjuninni verða nær öll neðanjarðar, ef frá eru taldar stíflur efst á Ófeigsfjarðarheiði og aðliggjandi vegir.