Undirbúningi VesturVerks vegna Hvalárvirkjunar miðar vel. Verið er að ljúka skipulagsgerð fyrir framkvæmdir vegna jarðvegsrannsókna og afla tilskilinna leyfa vegna þeirra. Meðferð deilumáls í Hæstarétti vegna landamerkja á Ófeigsfjarðarheiði mun ekki tefja undirbúning framkvæmda.