Um þrjátíu manns sátu íbúafund VesturVerks, sem haldinn var í félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík síðdegis. Á fundinum fór Ásbjörn Blöndal, stjórnarformaður VesturVerks, yfir stöðuna í undirbúningi Hvalárvirkjunar og fjallaði jafnframt um næstu skref í verkefninu. Gestir VesturVerks á fundinum voru fulltrúar Landsnets sem gerðu sömuleiðis grein fyrir undirbúningi fyrir tengingu virkjunarinnar við flutningskerfið.